SWISSTRAX er notað á slökkvistöðvum víða um heim. Einna hæst ber þar líklega rammasamning Swisstrax við Slökkvilið New York borgar (NYFD). Eiginleikar Swisstrax koma sér einkar vel á slíkum svæðum, þar sem þörf er á hálkufríu og slitsterku gólfefni, sem stenst mikinn yfirkeyrsluþunga - auk þess að vera þolið gegn kemískum efnum, s.s. olíum, sýrum o.fl.; jafnframt því að vera sjálfdrenandi.
Ekki spillir fyrir að auðvelt er að afmarka svæði, s.s. bílastæði o.fl., með ýmiss konar litasamsetningum.